Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu

Málsnúmer 2024020206

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3842. fundur - 21.03.2024

Kynning á Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR) og lögð fram tillaga um að Héraðsskjalasafnið á Akureyri verði stofnaðili að miðstöðinni. Megintilgangur MHR er að annast móttöku og prófun rafrænna gagnasafna, veita tæknilega ráðgjöf og þjónustu í tengslum við rafræn gagnasöfn og eiga og reka vél- og hugbúnað til verkefnisins.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að Héraðsskjalasafnið á Akureyri verði stofnaðili að Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu.