Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 2022110691

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Lagður fram til kynningar Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum sem undirritaður var 12. júlí 2022.

Bæjarstjórn - 3522. fundur - 17.01.2023

Umræða um rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið og lagði fram svofellda tillögu:

„Bæjarstjórn Akureyrarbæjar er sammála þeim meginmarkmiðum sem sett eru fram í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Bæjarstjórn leggur áherslu á að flýta eins og kostur er endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og ganga í kjölfarið til viðræðna við ríkið og HMS um gerð samkomulags sem byggir á þeim markmiðum“.

Til máls tóku Lára Halldóra Eiríksdóttir, Jón Hjaltason, Andri Teitsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Hlé var gert á fundi bæjarstjórnar undir þessum lið frá kl. 17:02 til kl. 17:15.


Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borin upp til atkvæða og samþykkt með 11 atkvæðum.


Meirihluti bæjarstjórnar bókar:

„Akureyrarbær líkt og Reykjavíkurborg hefur byggt upp öflugara félagslegt leiguhúsnæðiskerfi en flest sveitarfélög og þannig tekið að sér forystuhlutverk. Í ljósi þess vill meirihluti bæjarstjórnar leggja áherslu á að komið verði til móts við það hlutverk í gegnum jöfnunarsjóð og að ákvæði þar að lútandi rati inn í höfuðstaðastefnu sem unnið er að“.

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Farið yfir stöðu mála varðandi samkomulag Akureyrarbæjar, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.
Skipulagsráð leggur til að formaður skipulagsráð í samvinnu við skipulagsfulltrúa vinni að tillögu að nánari útfærslu samnings til samræmis við samþykkta húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2024.

Skipulagsráð - 421. fundur - 10.04.2024

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Akureyrarbæ á tímabilinu 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.
Að mati skipulagsráðs eru fyrirliggjandi drög í samræmi við samþykkta húsnæðisáætlun og vísar frekari umræðum um samninginn til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3845. fundur - 17.04.2024

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2024:

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Akureyrarbæ á tímabilinu 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.

Að mati skipulagsráðs eru fyrirliggjandi drög í samræmi við samþykkta húsnæðisáætlun og vísar frekari umræðum um samninginn til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.